Markmið nýja vefsins er að veita framúrskarandi þjónustu út frá þörfum notenda og allt efni á að vera skýrt, aðgengilegt og notendavænt. Því var allt það efni, sem flutt var yfir af gamla vefnum, einfaldað og stytt auk þess sem allur texti var þýddur á ensku.
Yfirfærsla sem þessi krefst vandlegs undirbúnings. Sirrý Sigurðardóttur, teymisstjóri vefmála á Landspítala, hafði yfirumsjón með flutningnum yfir á Ísland.is og er rætt við hana í meðfylgjandi myndbandi.
Vinsamlega athugið að gamla slóðin landspitali.is mun virka áfram og vísa fólki inn á nýja vefinn. Hafa má samband við vefstjórn Landspítala vegna ábendinga um efni eða uppbyggingu vefsins á vefstjorn@landspitali.is