Hvað er klórgas?
| Klórgas er eitruð lofttegund sem myndast þegar klór og sýra blandast saman. Hversu mikið gas myndast fer eftir magni efnanna. Til dæmis má nefna að blöndun efna sem algeng eru á heimilum, þ.e. bleikiklórs og salernishreinsiefna, getur leyst þessa eitruðu lofttegund úr læðingi og valdið þeim sem vinnur með efnin óþægindum. Þó er lítil hætta á að alvarleg eitrun hljótist af í svona tilfellum nema verið sé að vinna með óvenju mikið af efnunum eða í lengri tíma. |
|
Hætta á eitrun er einkum við innöndun eða beina snertingu við gufurnar
Eitrunareinkenni koma fljótt í ljós og eru sviði í augum og tárarennsli, sviði í nefi, hálsi og munni, hósti og öndunarerfiðleikar. Í alvarlegum tilfellum getur efnið valdið lungnabjúg.
Ef fólk andar að sér klórgasi er mikilvægt að fara út í ferskt loft sem
allra fyrst og ef framangreind einkenni koma fram skal leita læknis eða hringja
í eitrunarmiðstöðina og leita ráða.