Heilbrigðisgagnafræðingur á Erfða- og sameindalæknisfræðideild - tímabundið starf til 1 árs
Erfða-og sameindalæknisfræðideild leitar eftir öflugum og framsýnum aðila til að vinna með öflugu teymi einstaklinga til þess að halda áfram að byggja upp þjónustu við einstaklinga með sjaldgæfa sjúklinga hjá Erfða-og sameindalæknisfræðideild Landspítala.
Ef þú hefur áhuga á að hafa áhrif og stýra verkefnum sem móta heilbrigðisþjónustu einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma á Íslandi, þá gæti þetta verið starf fyrir þig.
Um er að ræða tímabundið starf til eins árs. Starfshlutfall er 100%, unnið er í dagvinnu og er starfið laust 1. nóvember 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
- Bókun sjúklinga á göngudeild (samskipti við sjúklinga og fjölskyldur)
- Símsvörun deildarsíma á dagvinnutíma - svara fyrirspurnum og koma málum í réttan farveg
- Tekur þátt í að forgangsraða hve fljótt sjúklingar þurfa að hitta lækni ásamt teymi (Triage fundir)
- Stýra vikulegum samráðsfundi Klíníska teymisins (Flettifundur)
- Skipulagning göngudeilda hjá ESD og hjá Miðstöð Sjaldgæfra sjúkdóma
- Samskipti við sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk varðandi niðurstöður og eftirfylgd
- Tekur þátt í að útbúa upplýsingaefni fyrir sjúklinga
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðisgagnafræði eða sambærilegt
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Sjálfstæð, skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð
- Afbragðs samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Öflugur liðsmaður og jákvætt viðmót
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Heilbrigðisgagnafræðingur,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5
Staðsetning: Skógarhlíð, 105 Reykjavík