Yfirlæknir myndgreiningardeildar
Landspítali auglýsir eftir metnaðarfullum og framfarasinnuðum yfirlækni sem er reiðubúinn að leiða og efla starfsemi einingarinnar auk þess tryggja árangursríkt mennta- og vísindastarf. Starfið er unnið í nánu samstarfi við deildarstjóra myndgreiningarþjónustu, forstöðumann og aðra stjórnendur á myndgreiningarþjónustu auk læknisfræðilegan eðlisfræðings og skv. gildandi skipuriti spítalans. Viðkomandi þarf að búa yfir afburða samskiptahæfni og hafa hæfni til að takast á við breytingar. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. febrúar 2025 eða skv. nánara samkomulagi.
Innan myndgreiningarþjónustunnar starfa um 140 manns sem vinna í samhentu teymi reyndra starfsmanna í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans.
- Ber faglega, fjárhagslega og starfsmannaábyrgð á myndgreiningardeildar Landspítala í samráði við deildarstjóra og forstöðumann
- Tryggir að öryggis-, gæða- og umbótastarfi sé framfylgt
- Tryggir árangursríkt mennta- og vísindastarf innan starfseiningar
- Þróar þjónustu innan ábyrgðarsviðs með áherslu á samhæfingu við aðra starfsemi kjarnans
- Ber læknisfræðilega ábyrgð á starfsemi einingar í samræmi við stefnu Landspítala
- Ber ábyrgð á stefnumótun og áætlanagerð sérgreinar með það að markmiði að hún sé hagkvæm og innan rekstrarviðmiða hvers árs
- Framfylgir stefnumótun og áherslum framkvæmdastjórnar
- Íslenskt sérfræðileyfi í myndgreiningu
- Veruleg starfsreynsla sem sérfræðingur í myndgreiningu
- Stjórnunarreynsla á myndgreiningardeildum sjúkrahúsa er kostur
- Þekking og reynsla af öryggis-, gæða- og umbótastarfi
- Reynsla af vísinda-, kennslu- og þróunarstarfi er kostur
- Færni í stjórnunarhlutverki. þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð
- Jákvætt lífsviðhorf, lausnarmiðuð nálgun og framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði, drifkraftur og stefnumarkandi hugsun
Frekari upplýsingar um starfið
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.3 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum.
- Afrit af lækninga- og sérfræðileyfum sem og vottuð afrit af erlendum leyfum (ef við á).
- Staðfesting á læknis-, stjórnunar- og kennslustörfum.
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af læknis-, kennslu-, vísinda- og stjórnunarstörfum.
- Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed.
- Kynningarbréf með framtíðarsýn umsækjenda varðandi starfið og sérgreinina auk rökstuðnings fyrir hæfni.
Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, yfirlæknir, sérfræðilæknir
Tungumálahæfni: íslenska 4/5,