Móttökuritari á myndgreiningardeild
Myndgreiningardeild sinnir fjölbreyttri myndgreiningarþjónustu á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi. Á deildinni starfar samhentur hópur fagfólks sem leggur áherslu á góða liðsheild, fagmennsku og góða þjónustu. Nú leitum við að jákvæðum og skipulögðum einstaklingi til að taka þátt í þessu mikilvæga starfi sem móttökuritari. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í starfi og fljótur að tileinka sér hlutina. Starfið er fullt starf í dagvinnu.
Boðið er upp á áhugavert og fjölbreytt starf á lifandi vinnustað þar sem unnið er í nánu samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk og aðrar stoðdeildir spítalans. Á röntgendeildinni ríkir góður starfsandi, þar sem samvinna og faglegur metnaður eru í fyrirrúmi.
- Símsvörun, tímabókanir og móttaka skjólstæðinga
- Samskipti við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar
- Skráningar og umsýsla í sjúkraskrárkerfum Landspítalans
- Almenn skrifstofustörf tengd rekstri röntgendeildar
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Reynsla af skrifstofu- eða þjónustustörfum er kostur
- Góð tölvukunnátta og færni í helstu tölvuforritum
- Góð íslenskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
- Frábær þjónustulund, jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sérhæfður starfsmaður, móttaka, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5