Innrennsliseining dagdeildar gigtar óskar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa
Dagdeild gigtarsjúkdóma sinnir innrennsli á sérhæfðum lyfjum eins og líftæknilyfjum og mótefnum fyrir gigtar-, lungna-, tauga-, ónæmis og nýrnasjúklinga, Við leitum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa sem hefur áhuga á að vinna í góðu teymi og sinna margvíslegum sjúklingahópum,
Starfið hentar hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á að kynna sér þær framfarir sem líftæknilyf hafa haft á þróun í læknisfræði og breytt lífsgæðum fjölda sjúklinga til hins betra.
Á deildinni starfar teymi hjúkrunarfræðinga, lækna, ritara og sjúkraliða í góðu samstarfi og starfsanda.
Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi sem þrífst á spennandi verkefnum, sýnir þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk þess að eiga auðvelt með að vinna í teymi.
Deildin er staðsett í nýuppgerðu húsnæði á Eiríksstöðum, Eiríksgötu 5. Á deildinni starfar öflugt teymi heilbrigðisstarfsfólks með sterka framtíðarsýn á þjónustu við sjúklinga þar sem unnið er eftir gagnreyndri þekkingu. Við leggjum metnað í að veita góða aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum deildarinnar.
Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
- Lyfjagjafir og eftirlit
- Þátttaka í gæðastarfi og þróun þjónustu innan deildarinnar
- Þátttaka í teymisvinnu
- Fræðsla og stuðningur til sjúklinga og aðstandenda
- Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Skipulögð, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
- Íslenskukunnátta áskilin
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5
Hér með tilkynnist að tekin hefur verið ákvörðun um að framlengja umsóknarfrest vegna ofangreinds starfs um 10 daga. Umsóknarfrestur var til 27.10.2025, en verður þess í stað 6.11.2025.