Sérfræðilæknir í taugalækningum
Taugalækningar Landspítala háskólasjúkrahúss óska eftir sérfræðilækni með sérhæfingu í taugalífeðlisfræði.
Við taugalækningar starfar öflugur hópur sérfræðilækna í þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Hér gefst gott tækifæri til áframhaldandi starfsþróunar og þátttöku í rannsóknastarfsemi. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga.
Starfshlutfall er 100% og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
- Framkvæmir og túlkar ENG, EMG og EEG rannsóknir í samræmi við klíníska og tæknilega staðla
- Vinnur í samstarfi við taugalækna og annað heilbrigðisstarfsfólk í greiningarvinnu og gerð meðferðaráætlana
- Íslenskt sérfræðileyfi í taugalækningum með sérhæfingu í taugalífeðlisfræði eða sambærilegu
- Reynsla í framkvæmd og túlkun ENG, EMG og EEG
- Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna innan þverfaglegs teymis
Frekari upplýsingar um starfið
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.3 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum.
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum.
- Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed.
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, læknir, sérfræðilæknir
Tungumálahæfni: Íslenska 3/5, enska 4/5
Staðsetning: Fossvogur, 108 Reykjavík